Skattframtal 2024
Ár hvert þurfum við öll að skila inn skattframtali. Þar gefum við upp hvað við höfum haft í tekjur, hvaða eignir við eigum og hvaða skuldir.
Skila skattframtali fyrir 2024
Tekjur
Gefðu upp allar tekjur sem þú hafðir á síðasta ári, þar með talið:
Vinnulaun
- Launatekjur – t.d. laun frá vinnuveitanda (þetta kemur oft sjálfkrafa frá launagreiðanda)
- Atvinnurekstur – ef þú ert sjálfstætt starfandi
- Fjármagnstekjur – t.d. vextir, arður, söluhagnaður af eignum
- Ógreidd laun
- Launatekjur erlendis
- Laun frá alþjóðastofnunum
- Staðaruppbót
- Laun í námsleyfi
Hlunnindi
- Bifreiðahlunnindi
- Önnur vélknúin ökutæki - flugvélar
- Fatahlunnindi
- Fæðishlunnindi
- Húsnæðishlunnindi
Skattfrjálsar tekjur
Nokkrar undantekningar eru frá skattskyldum tekjum.
Barnabætur, vaxtabætur, sérstök vaxtaniðurgreiðsla og húsaleigubætur teljast ekki til skattskyldra tekna.
Þá telst ákvarðaður persónuafsláttur og sjómannaafsláttur ekki til skattskyldra tekna.
Eignir
Gefðu upp eignir sem þú átt í lok árs, t.d.:
- Fasteignir – húsnæði, sumarhús, íbúðir
- Fjármunir – bifreiðar, bankainnistæður, hlutabréf, inneign í lífeyrissjóðum
- Hvers konar eignaréttindi
Skuldir
Gefðu upp allar tekjur sem þú hafðir á síðasta ári, þar með talið:
- Húsnæðislán
- Bílalán og önnur neyslulán
- Yfirdráttur og kreditkortaskuldir
- Skattar og opinber gjöld sem ekki hafa verið greidd
Framteljandi ber ábyrgð á að færa réttar upplýsingar um skuldir. Upplýsingar um skuldir má finna í netbanka eða ársyfirlitum lánastofnana.
Farðu vel yfir allar upplýsingar áður en þú sendir framtalið inn. Mikilvægt er að allar upplýsingar séu réttar og uppfærðar. Ef upplýsingar vantar eða eru rangar getur það haft áhrif á álagningu.
